Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ 19. mars 2007 18:30 Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni. Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni.
Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira