Blóðbaði afstýrt Guðjón Helgason skrifar 29. júní 2007 19:17 Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira