Verðmætara að passa fé en börn 20. ágúst 2007 18:45 Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum. Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum.
Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira