Erlent

Þúsundir berjast við olíuleka

MYND/AFP

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul.

Rúmlega tíu þúsund tonn af olíu láku úr tankskipi eftir að prammi rakst á það í hvassviðri í gær. Ekki lekur lengur úr skipinu en talsvert af olíu hefur borist á land.

Talsvert er um fugla- og fiskdauða á svæðinu. Fjöldi sjálfboðaliða, her- og lögreglumanna gengur um fjörur og skóflar olíunni í fötur. Sums staðar liggur leðjan í tíu sentímetra þykku lagi yfir fjörunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×