Sérstakur þáttur um málefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21:10 þegar leik Dana og Íslendinga í undankeppni EM lýkur. Landsleikurinn verður líka sýndur beint á Sýn.
Hörður Magnússon tekur á móti góðum gestum á Sýn eftir leikinn í kvöld þar sem farið verður ofan í saumana á gengi landsliðsins. Þar verða tekin viðtöl við Geir Þorsteinsson formann KSÍ og Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara og góðir gestir koma í myndver.
Þeirra á meðal verða fyrrum landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldson, Willum Þór Þórsson, Rúnar Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Sigmundur Ó Steinarsson og Henry Birgir Gunnarsson.