Fimm dýrustu lóðir höfuðborgarsvæðisins kosta 425 milljónir 21. nóvember 2007 12:31 Guðmundur Kristjánsson sægreifi keypti þetta hús fyrir 95 milljónir. Það er horfið í dag. Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. Ofan á þessar tölur má bæta við kostnaði við niðurrif húsanna og förgun sem er um fimm milljónir eftir því sem heimildir Vísis herma. Síðan tekur við bygging nýju húsana. Menn, sem til þekkja í byggingaiðnaðinum, segja að ekki sé óvarlegt að áætla að fermetraverð við nýtt hús hjá auðfólki Íslands sé um 300 þúsund krónur. Það þýðir að 400 fermetra hús kostar um 120 milljónir í byggingu.1. Sæbraut 13, Seltjarnarnesi - 110 milljónirSæbraut 13 kostaði 110 milljónir og var rifið.Dýrasta lóðin er á Sæbraut 13 á Seltjarnarnesi. Þar keyptu hjónin Ingigerður Jónsdóttir og Jón Halldórsson 264 fermetra einbýlishús á fallegri sjávarlóð sumarið 2006 fyrir 110 milljónir. Húsið var rifið og nú er í byggingu rúmlega 400 fermetra glæsivilla á lóðinni.Áætlaður kostnaður: 235 milljónir2. Nesvegur 107, Seltjarnarnesi - 95 milljónirMarbakki, sem keypt vr fyrir 95 milljónir, heyrir nú sögunni til. Guðmundur Kristjánsson ætlar að reisa glæsivillu á sjávarlóðinni.SAMSETT MYNDÚtgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er aðaleigandi Brims, keypti húsið Marbakka á Seltjarnarnesi síðla árs 2005 fyrir 95 milljónir. Húsið þótti lengi eitt það reisulegasta í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og stendur á stórglæsilegri 1200 fermetra sjávarlóð. Guðmundur hefur nýlokið við að rífa húsið með manni og mús og mun von bráðar hefjast handa við að byggja 500 fermetra glæsivillu þar sem engu verður til sparað.Áætlaður kostnaður: 250 milljónir3. Kvistaland 12, Reykjavík - 79 milljónirSvava Johansen og Björn Sveinbjörnsson ætla að rífa þetta hús í Kvistalandinu sem þau keyptu nýverið á 79 milljónir.SAMSETT MYNDSkötuhjúin Svava Johansen, einatt kennd við verslunina 17, og Björn Sveinbjörnsson keyptu nýlega lítið og sætt einbýlishús í Kvistalandi í Fossvoginum fyrir 79 milljónir. Svava og Björn hafa sótt um leyfi til að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Ekki er búist við því að húsið verði mikið stærra en 250 fermetrar enda hefð fyrir því að húsin í þessari götu séu svipuð að stærð.Áætlaður kostnaður: 159 milljónir4. Árland 1, Reykjavík - 70 milljónirSteingrímur Wernersson byggir glæsivillu í Árlandi 1 eftir að hafa keypt lóð og lítið hús fyrir 70 milljónirSAMSETT MYNDLyfjafræðingurinn Steingrímur Wernersson, sem er annar aðaleiganda fjárfestingafélagsins Milestone, keypti rúmlega 160 fermetra einbýlishús í Árlandi í Fossvoginum fyrir 70 milljónir seinni hluta ársins 2005. Steingrímur hefur rifið húsið og hefur síðan staðið í stappi við skipulagsyfirvöld um stærð á nýja húsinu. Loks kom byggingaleyfi og rís nú 500 fermetra hús hratt í Árlandinu.Áætlaður kostnaður: 220 milljónir5. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi - 70 milljónirJón Sigurðsson keypti þetta hús á Unnarbraut á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir. Það fær að fjúka á næstunni.SAMSETT MYNDJón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, og kona hans Björg Fenger keyptu tæplega 300 fermetra tveggja íbúða hús á Unnarbraut 19 á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir í sumar. Húsið stendur fremst í götunni með miklu sjávarútsýni. Það var klætt að utan fyrir skömmu en það hefur þó ekki hrætt Jón og Björg frá því að rífa húsið og byggja nýtt 400 fermetra einbýlishús.Áætlaður kostnaður: 190 milljónir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. Ofan á þessar tölur má bæta við kostnaði við niðurrif húsanna og förgun sem er um fimm milljónir eftir því sem heimildir Vísis herma. Síðan tekur við bygging nýju húsana. Menn, sem til þekkja í byggingaiðnaðinum, segja að ekki sé óvarlegt að áætla að fermetraverð við nýtt hús hjá auðfólki Íslands sé um 300 þúsund krónur. Það þýðir að 400 fermetra hús kostar um 120 milljónir í byggingu.1. Sæbraut 13, Seltjarnarnesi - 110 milljónirSæbraut 13 kostaði 110 milljónir og var rifið.Dýrasta lóðin er á Sæbraut 13 á Seltjarnarnesi. Þar keyptu hjónin Ingigerður Jónsdóttir og Jón Halldórsson 264 fermetra einbýlishús á fallegri sjávarlóð sumarið 2006 fyrir 110 milljónir. Húsið var rifið og nú er í byggingu rúmlega 400 fermetra glæsivilla á lóðinni.Áætlaður kostnaður: 235 milljónir2. Nesvegur 107, Seltjarnarnesi - 95 milljónirMarbakki, sem keypt vr fyrir 95 milljónir, heyrir nú sögunni til. Guðmundur Kristjánsson ætlar að reisa glæsivillu á sjávarlóðinni.SAMSETT MYNDÚtgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er aðaleigandi Brims, keypti húsið Marbakka á Seltjarnarnesi síðla árs 2005 fyrir 95 milljónir. Húsið þótti lengi eitt það reisulegasta í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og stendur á stórglæsilegri 1200 fermetra sjávarlóð. Guðmundur hefur nýlokið við að rífa húsið með manni og mús og mun von bráðar hefjast handa við að byggja 500 fermetra glæsivillu þar sem engu verður til sparað.Áætlaður kostnaður: 250 milljónir3. Kvistaland 12, Reykjavík - 79 milljónirSvava Johansen og Björn Sveinbjörnsson ætla að rífa þetta hús í Kvistalandinu sem þau keyptu nýverið á 79 milljónir.SAMSETT MYNDSkötuhjúin Svava Johansen, einatt kennd við verslunina 17, og Björn Sveinbjörnsson keyptu nýlega lítið og sætt einbýlishús í Kvistalandi í Fossvoginum fyrir 79 milljónir. Svava og Björn hafa sótt um leyfi til að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Ekki er búist við því að húsið verði mikið stærra en 250 fermetrar enda hefð fyrir því að húsin í þessari götu séu svipuð að stærð.Áætlaður kostnaður: 159 milljónir4. Árland 1, Reykjavík - 70 milljónirSteingrímur Wernersson byggir glæsivillu í Árlandi 1 eftir að hafa keypt lóð og lítið hús fyrir 70 milljónirSAMSETT MYNDLyfjafræðingurinn Steingrímur Wernersson, sem er annar aðaleiganda fjárfestingafélagsins Milestone, keypti rúmlega 160 fermetra einbýlishús í Árlandi í Fossvoginum fyrir 70 milljónir seinni hluta ársins 2005. Steingrímur hefur rifið húsið og hefur síðan staðið í stappi við skipulagsyfirvöld um stærð á nýja húsinu. Loks kom byggingaleyfi og rís nú 500 fermetra hús hratt í Árlandinu.Áætlaður kostnaður: 220 milljónir5. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi - 70 milljónirJón Sigurðsson keypti þetta hús á Unnarbraut á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir. Það fær að fjúka á næstunni.SAMSETT MYNDJón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, og kona hans Björg Fenger keyptu tæplega 300 fermetra tveggja íbúða hús á Unnarbraut 19 á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir í sumar. Húsið stendur fremst í götunni með miklu sjávarútsýni. Það var klætt að utan fyrir skömmu en það hefur þó ekki hrætt Jón og Björg frá því að rífa húsið og byggja nýtt 400 fermetra einbýlishús.Áætlaður kostnaður: 190 milljónir
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira