Innlent

Tæplega 400 rjúpur á fyrstu fjórum veiðidögunum

386 rjúpur veiddust á fyrstu fjórum dögum rjúpnaveiðitímabilsins. Þetta sýna tölur úr rafrænni veiðidagbók Umhverfisstofnunar.

Fram kemur í tölunum að flestir hafi farið til veiða fyrsta veiðidaginn, fimmtudaginn 1. nóvember, eða rúmlega fimmtíu manns. Það eru fjórfalt fleiri en voru á veiðum sunnudaginn 4. nóvember. Segir Umhverfisstofnun að það sé í samræmi við fyrri niðurstöður.

Veiðimenn skrá sjálfir upplýsingar í rafrænu veiðidagbókina og nýtir Umhverfisstofnun upplýsingarnar til þess að fylgjast með hvernig veiðiálag skiptist eftir dögum og veiðisvæðum. Sex dagar eru nú eftir að rjúpnaveiðitímabilinu en aðeins hefur mátt veiða frá fimmtudegi til sunnudags í viku hverri í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×