Staða Íbúðalánasjóðs óljós 24. maí 2007 18:45 Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira