Staða Íbúðalánasjóðs óljós 24. maí 2007 18:45 Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira