Innlent

Næst stærsta lögreglulið landsins á Suðurnesjum

Sameinað lögreglulið Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur er nú orðið næst stærsta lögreglulið landsins með yfir 220 starfsmenn. Eitt helsta markmiðið er að auka þjónustu við íbúana.

Sameiningin gekk hratt og vel en nafnið á nýja embættinu er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Akin grenndargæsla, sýnileiki lögreglu, efling rannsókna og fjölgun starfa við fíkniefnarannsóknir úr einu í fjögur er meðal nýrra þátt í starfi sameinaðs lögregluliðs á Suðurnesjum.

Lögregluvarðstofum verður fjölgað um þrjár í samvinnu við sveitarfélögin í Garði, Sandgerði og Vogum, lögreglubílum fjölgað úr 8 í 10 og sameinað lið verður undir hatti dómsmálaráðuneytis en áður var lið Keflavíkurflugvallar undir utanríkisráðuneytis. Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir markmiðið að bjóða betri þjónustu og vonast hann til að sameinað lögreglulið hafi áhrif til batnaðar fyrir íbúa svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×