Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram 26. apríl 2007 14:39 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra. Kosningar 2007 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra.
Kosningar 2007 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira