Innlent

Ráðist á pilt fyrir utan skemmtistað á Selfossi

Fimmtán ára piltur hlaut töluverða höfuðáverka eftir að tæplega tuttugu ára karlmaður réðst á hann fyrir utan skemmtistaðinn Kaffi krús á Selfossi um tvöleytið í nótt. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar og fylgdi piltinum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem sauma þurfti nokkur spor á höfði hans.

Ekki var vitað hver árásarmaðurinn var í fyrstu en lögreglan hefur nú fengið úr því skorið. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi en hann fer í yfirheyrslur í dag. Tildrög árásarinnar eru óljós og verður málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×