Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna 27. júlí 2007 15:33 Kristján Möller, samgönguráðherra MYND/GVA Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. Niðurstaða skýrslunnar er að kostnaður við jarðgöng er talinn geta orðið á bilinu 52 til 80 milljarðar króna. Tillaga samgönguráðherra gerir einnig ráð fyrir að skrifað verði undir samkomulag um 15 árlegar viðbótarferðir með Herjólfi árin 2008 til 2010 en ferðum Herjólfs hefur verið fjölgað verulega á þessu ári. Samkomulag um viðbótarferðir náðist í samræðum samgönguráðherra og fjármálaráðherra við forstjóra Eimskips í morgun. Með nýjum samningi árið 2005 var kveðið á um 720 reglulegar ferðir á ári auk nokkurra aukaferða. Hefur fjöldi ferða því tvöfaldast í áföngum á síðustu árum. Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 gerir ráð fyrir því að framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja verði með nýjum Herjólfi sem sigli milli Bakkafjöru og Heimaeyjar. Undirbúningur að gerð hafnar í Bakkafjöru felst meðal annars í breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra og verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hönnun hafnarinnar er hafin svo og sáning á Landeyjasandi. Gert er ráð fyrir að taka megi Bakkafjöruhöfn í notkun seint á árinu 2010. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. Niðurstaða skýrslunnar er að kostnaður við jarðgöng er talinn geta orðið á bilinu 52 til 80 milljarðar króna. Tillaga samgönguráðherra gerir einnig ráð fyrir að skrifað verði undir samkomulag um 15 árlegar viðbótarferðir með Herjólfi árin 2008 til 2010 en ferðum Herjólfs hefur verið fjölgað verulega á þessu ári. Samkomulag um viðbótarferðir náðist í samræðum samgönguráðherra og fjármálaráðherra við forstjóra Eimskips í morgun. Með nýjum samningi árið 2005 var kveðið á um 720 reglulegar ferðir á ári auk nokkurra aukaferða. Hefur fjöldi ferða því tvöfaldast í áföngum á síðustu árum. Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 gerir ráð fyrir því að framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja verði með nýjum Herjólfi sem sigli milli Bakkafjöru og Heimaeyjar. Undirbúningur að gerð hafnar í Bakkafjöru felst meðal annars í breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra og verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hönnun hafnarinnar er hafin svo og sáning á Landeyjasandi. Gert er ráð fyrir að taka megi Bakkafjöruhöfn í notkun seint á árinu 2010.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira