Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt 29. apríl 2007 19:29 Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira