Pursuit of Happyness - tvær stjörnur 21. febrúar 2007 00:01 Hugljúf en langdregin og einhæf froða. Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira