Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi 16. mars 2007 19:37 Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi. Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent