Skilnaður Magna kemur aðdáendum í opna skjöldu 6. janúar 2007 00:01 Magni, Eyrún og Marínó á góðri stundu áður en söngvarinn hélt utan á vit frægðarinar. Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið. Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið.
Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira