Thierry Henry mun ekki leika með Barcelona sem mætir Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni á morgun.
Hann missti einnig af leik Börsunga gegn Lyon í Meistaradeildinni í vikunni en hann hefur kennt sér meins í baki.
Hvorki Samuel Eto'o né Giovani dos Santos verða með Barcelona í leiknum og er Eiður Smári Guðjohnsen ekki í 100 prósent formi eftir að hann meiddist lítillega í leiknum gegn Lyon.
Þar að auki eru þeir Deco, Edmilson og Silvinho einnig frá vegna meiðsla.