Andláts Elvis minnst Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:13 Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira