Íslenska IKEA dýrara en það sænska Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. ágúst 2007 18:45 Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira