Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál 7. júní 2007 18:56 Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. Orkuverð til álfyrirtækja hefur lengi verið hulið leynd og margir gagnrýnt það harkalega. Einu vísbendingarnar sem hönd hafa verið á festandi bárust fyrir sléttu ári þegar fréttir bárust af viðtali í Brasilíu við forstjóra Alcoa sem sagði fyrirtækið greiða 15 dali fyrir megavattstundina hér. Landsvirkjun sagði þá tölu alranga. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, staðfesti í dag við fréttastofu að talan, 2,1 króna fyrir kílóvattstundina, sem birtist í fréttablaðinu í dag, sé ekki fjarri lagi og gæti einhvern tímann á 25 ára samningstímabilinu verið rétt en orkuverð er bæði háð dollar og álverði. Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, segir samninginn með þeim hagstæðari sem Orkuveitan hefur gert við álfyrirtæki. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sem hefur unnið að því að fá netþjónabú Microsoft til Íslands, segir að ef þetta orkuverð byðist Microsoft þá væri það mjög samkeppnishæft og myndi ekki vinna gegn Íslandi sem nú er meðal 8-10 landa sem keppa um netþjónabú fyrirtæksins Dagur B. Eggertsson segir ný fyrirtæki koma að máli við stjórnvöld í hverri viku, í leit að grænni orku. Garðyrkjubændur greiða uppundir tvöfalt meira fyrir rafmagnið en fyrirhugað álver, eða 3,5 til fjórar krónur að meðaltali. Garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna vill að þeir fái sama verð og Norðurál og segir að það myndi efla samkeppnisstöðu garðyrkjubænda gríðarlega. Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. Orkuverð til álfyrirtækja hefur lengi verið hulið leynd og margir gagnrýnt það harkalega. Einu vísbendingarnar sem hönd hafa verið á festandi bárust fyrir sléttu ári þegar fréttir bárust af viðtali í Brasilíu við forstjóra Alcoa sem sagði fyrirtækið greiða 15 dali fyrir megavattstundina hér. Landsvirkjun sagði þá tölu alranga. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, staðfesti í dag við fréttastofu að talan, 2,1 króna fyrir kílóvattstundina, sem birtist í fréttablaðinu í dag, sé ekki fjarri lagi og gæti einhvern tímann á 25 ára samningstímabilinu verið rétt en orkuverð er bæði háð dollar og álverði. Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, segir samninginn með þeim hagstæðari sem Orkuveitan hefur gert við álfyrirtæki. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sem hefur unnið að því að fá netþjónabú Microsoft til Íslands, segir að ef þetta orkuverð byðist Microsoft þá væri það mjög samkeppnishæft og myndi ekki vinna gegn Íslandi sem nú er meðal 8-10 landa sem keppa um netþjónabú fyrirtæksins Dagur B. Eggertsson segir ný fyrirtæki koma að máli við stjórnvöld í hverri viku, í leit að grænni orku. Garðyrkjubændur greiða uppundir tvöfalt meira fyrir rafmagnið en fyrirhugað álver, eða 3,5 til fjórar krónur að meðaltali. Garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna vill að þeir fái sama verð og Norðurál og segir að það myndi efla samkeppnisstöðu garðyrkjubænda gríðarlega.
Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira