Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík 16. apríl 2007 06:45 Heiðarvatn í Mýrdal. Fagurt er um að litast við vatnið. Svissneskur auðmaður hefur keypt landið og hyggst rækta það upp. Veiðimenn eru sárreiðir yfir að komast ekki til veiða. Mynd/magnús jóhannsson Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur." Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur."
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira