Nýtt leikrit eftir Havel Óli Tynes skrifar 8. nóvember 2007 19:03 Vaclav Havel, leikskáld og fyrrverandi forseti. Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði. Það kemur ekki á óvart að leikritið fjallar um pólitík og mannlegan breyskleika. Leikritið heitir Brotthvarfið en Havel segir að það hafi ekkert með sitt brotthvarf úr pólitík að gera, því hann hafi byrjað á því löngu áður en hann varð forseti. Í örstuttu máli er söguþráðurinn þannig að þjóðarleiðtogi er kominn að lokum valdatíma síns. Hann verður að flytja úr hinum glæsilega ríkisbústað sínum...eða hann getur fengið að vera þar áfram gegn því að styðja nýju ríkisstjórnina. Vaclav Havel sem nú er 71 árs gamall byrjaði að skrifa leikrit á sjötta áratug síðustu aldar. Þau voru flest bönnuð meðan kommúnistar réðu Tékkóslóvakíu og hann sat nær fimm ár í fangelsi fyrir mannréttindabaráttu sína. Árið 1989 leiddi hann Flauelsbyltinguna þar sem kommúnistum var steypt af stóli án blóðsúthellinga. Hann varð forseti það ár gegndi því embætti til 1992. Og hann var forseti Tékklands frá 1993 til 2003 eftir aðskilnaðinn frá Slóvakíu. Þessi fyrrverandi forseti Tékklands og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands eru góðir vinir. Árið 1990 kom Havel hingað til lands til að vera viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu Endurbyggingin. Ráðgert er að Brotthvarfið komi á fjalirnar næsta vor. Erlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði. Það kemur ekki á óvart að leikritið fjallar um pólitík og mannlegan breyskleika. Leikritið heitir Brotthvarfið en Havel segir að það hafi ekkert með sitt brotthvarf úr pólitík að gera, því hann hafi byrjað á því löngu áður en hann varð forseti. Í örstuttu máli er söguþráðurinn þannig að þjóðarleiðtogi er kominn að lokum valdatíma síns. Hann verður að flytja úr hinum glæsilega ríkisbústað sínum...eða hann getur fengið að vera þar áfram gegn því að styðja nýju ríkisstjórnina. Vaclav Havel sem nú er 71 árs gamall byrjaði að skrifa leikrit á sjötta áratug síðustu aldar. Þau voru flest bönnuð meðan kommúnistar réðu Tékkóslóvakíu og hann sat nær fimm ár í fangelsi fyrir mannréttindabaráttu sína. Árið 1989 leiddi hann Flauelsbyltinguna þar sem kommúnistum var steypt af stóli án blóðsúthellinga. Hann varð forseti það ár gegndi því embætti til 1992. Og hann var forseti Tékklands frá 1993 til 2003 eftir aðskilnaðinn frá Slóvakíu. Þessi fyrrverandi forseti Tékklands og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands eru góðir vinir. Árið 1990 kom Havel hingað til lands til að vera viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu Endurbyggingin. Ráðgert er að Brotthvarfið komi á fjalirnar næsta vor.
Erlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira