Enn loga eldar í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 18:45 Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira