Laun hækka og miðaverð líka Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:33 Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira