Víkingainnrásin sögð á enda Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:45 Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira