Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 12:16 Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira