Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn 24. apríl 2007 18:30 Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira