Erlent

Stjórnlaust flutningaskip ógnar borpollum í Norðursjó

Litlu mátti muna að stórt flutningaskip með rúmlega 4000 tonn af áburði rækist á gasborpall í Norðursjó í gærkvöld eftir að vél skipsins bilaði. Mjög slæmt veður var á þeim slóðum þar sem skipið bilaði og rak það hratt í átt að borpallinum. Reyndu skipverjar að hægja á því með því að slaka niður akkeri en þurftu að draga það upp aftur þegar þeir nálguðust pallinn af ótta við að akkerið skemmdi gasleiðslur.

Var því brugðið á það ráð að flytja flesta starfsmenn borpallsins burt með herþyrlum en þegar skipið var skammt frá pallinum náðu skipverjar að endurræsa vélar þess og komast þannig hjá árekstri. Þá tók ekki betra við því vélarnar biluðu aftur og tókst skipverjum naumlega að forða árekstri við annann borpall. Björgunarskip er á leið á vettvang og mun draga flutningaskipið í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×