Örvæntingarfull leit að blóðdemanti 25. janúar 2007 02:00 Blood Diamond fjallar öðrum þræði um blóðug átök í Síerra Leóne. Leonardo DiCaprio er hent inn í miðja þessa atburðarás í myndinni, sem þykir hörð og óvægin. Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira