Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu 27. febrúar 2007 10:55 Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar. Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar.
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira