Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu 27. febrúar 2007 10:55 Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar. Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar.
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira