Innlent

Efnahagslegt frelsi minnkar á Íslandi

Birgir T. Pétursson framkvæmdastjóri RSE.
Birgir T. Pétursson framkvæmdastjóri RSE.

Í skýrslu sem RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, sendir frá sér í dag kemur fram að efnahagslegt frelsi hefur minnkað á Íslandi samborið við síðasta ár. Er Ísland nú í ellefta sæti og fellur niður um tvö sæti. Deilir Ísland sætinu nú með Finnlandi, Lúxemborg og Chile. Í efsta sæti er Hong Kong og Singapúr en neðst eru Simbabve og Myanmar.

Í frétt um málið segir Birgir T. Pétursson framkvæmdastjóri RSE m.a. að einna brýnast sé fyrir Íslendinga að ráðast í umbætur á sviði alþjóðaviðskipta ef marka má niðurstöður skýrslunnar.

Hér vega tollar, vörugjöld og önnur innflutningshöft nokkuð, en einnig takmarkanir á erlendum fjárfestingum hér á landi. Þá eru umsvif hins opinbera visst áhyggjuefni ennþá þrátt fyrir talsverða einkavæðingu opinberra aðila. Í þessum tveimur flokkum er einkunn Íslendinga lág.

Í skýrslunni sem ber heitið "Efnahagslegt frelsi í heiminum 2007" segir að ennfremur geti Íslendingar talsvert bætt sig í alþjóðlegum samanburði að því er snertir aðgang að traustum gjaldmiðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×