Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið 10. febrúar 2007 19:00 Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira