Fátækir flýja út á land 11. desember 2007 18:41 Fátækir eru farnir að flýja dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og leita í ódýrara úti á landi að sögn félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem sér um matarúthlutun fyrir jólin. Á hverju ári þarf fjöldi fólks að leita aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Í ár líkt og síðustu tvö árin standa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins sameiginlega að úthlutun matarpakka fyrir jólin. Í fyrra nutu á milli fimm til sex þúsund einstaklingar mataraðstoðar um jólin og virðist sem að fjöldinn verði svipaður í ár. Enn eiga þó umsóknir eftir að skila sér þar sem hægt er að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd fram á fimmtudag. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir það vekja athygli, þegar farið er yfir umsóknir sem að hafa borist, að fólk sem áður bjó á höfuðborgarsvæðinu er flutt burt í nágrannasveitarfélög eða í lítil sveitarfélög úti á landi. Þetta sé bæði vegna þess hve dýrt húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu og hversu erfitt sé að fá húsnæði leigt. Þegar lægstu launin dugi ekki fyrir húsaleigunni þá sé hreinlega ekki annað að gera fyrir fólk en að flytja út á land. Vilborg segir jólin erfiða tíma fyrir marga sem hafa það naum fjárráð að þeir megi ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Ekki aðeins líði foreldrum illa yfir að geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir heldur séu kröfur samfélagsins orðnar þannig að sjálfsagt þyki að börn fái ýmsar dýrar gjafir eins gsm síma og tónlistaspilara. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Fátækir eru farnir að flýja dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og leita í ódýrara úti á landi að sögn félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem sér um matarúthlutun fyrir jólin. Á hverju ári þarf fjöldi fólks að leita aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Í ár líkt og síðustu tvö árin standa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins sameiginlega að úthlutun matarpakka fyrir jólin. Í fyrra nutu á milli fimm til sex þúsund einstaklingar mataraðstoðar um jólin og virðist sem að fjöldinn verði svipaður í ár. Enn eiga þó umsóknir eftir að skila sér þar sem hægt er að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd fram á fimmtudag. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir það vekja athygli, þegar farið er yfir umsóknir sem að hafa borist, að fólk sem áður bjó á höfuðborgarsvæðinu er flutt burt í nágrannasveitarfélög eða í lítil sveitarfélög úti á landi. Þetta sé bæði vegna þess hve dýrt húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu og hversu erfitt sé að fá húsnæði leigt. Þegar lægstu launin dugi ekki fyrir húsaleigunni þá sé hreinlega ekki annað að gera fyrir fólk en að flytja út á land. Vilborg segir jólin erfiða tíma fyrir marga sem hafa það naum fjárráð að þeir megi ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Ekki aðeins líði foreldrum illa yfir að geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir heldur séu kröfur samfélagsins orðnar þannig að sjálfsagt þyki að börn fái ýmsar dýrar gjafir eins gsm síma og tónlistaspilara.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira