Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands 31. mars 2007 10:30 Gunnar Helgason er að setja upp söngleikinn Spin í Chorzow sem er sögð vera ljótasta borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira