Hæstiréttur féllst í gær á kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem framdi rán í 10-11 verslun við Dalveg í Kópavogi á sunnudagsmorgun. Héraðsdómur hafði ekki fallist á kröfuna en eftir synjun hans braut maðurinn enn af sér og byggir ákvörðun Hæstaréttar á því.
Daginn áður en hann framdi ránið í Kópavogi hafði hann verið látinn laus úr fangelsi, þar sem hann afplánaði dóm fyrir þjófnað.