Innlent

Máttu nota orðið nauðgun

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo fyrrverandi ritstjóra DV af ærumeiðingum í frétt blaðsins af kynferðisbrotamáli í lok mars í fyrra.

Maðurinn sem kærði var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að nýta sér ölvun konu og hafa við hana samræði þannig að hún gat ekki veitt mótspyrnu.

DV birti frétt af málinu og sagði manninn hafa verið dæmdan fyrir nauðgun. Maðurinn höfðaði hins vegar mál og taldi rangt að nota hugtakið nauðgun um verknaðinn og krafðist þess að ummælin væru dæmd ómerk. Ritstjórarnir sögðu hins vegar að orðið nauðgun væri almennt notað yfir samræði eða önnur kynmök sem væru gegn samþykki viðkomandi einstaklings.

Undir það tók Héraðdómur og vísaði jafnframt í hegningarlög máli sínu til stuðnings. Féllst Héraðsdómur því ekki á að frétt blaðsins og fyrirsagnir hefðu gefið ranga mynd af brotinu sem maðurinn var sakfelldur fyrir og hefðu valdið honum miska. Voru ritstjórarnir því sýknaðir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×