Stjórnarmyndun á lokstigi 20. maí 2007 19:15 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar virðast vera á lokastigi. Formenn flokkanna héldu því fram í dag að góður skriður væri í viðræðunum. Þingmenn sem fréttastofa ræddi við telja ekki ólíklegt að stjórnarsáttmáli og ráðuneytaskipting verði borin undir þingflokkana á morgun. Formenn flokkana tveggja hófu fundarsetuna á Þingvöllum um hádegisbil í dag en í gær var setið fram á kvöld. Ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingar og Geir H Haarde, forsætisráðjherra voru á fundunum Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Agúst Ólafur Ágústsson - og framkvæmdastjórar flokkana- Skúli Helgason, Samfylkingu og Andri Óttarsson, Sjálfstæðisflokki. Formennirnir vörðust allra frétta af gangi viðræðnanna eða frágangi einstakra efnisatriða. Viðræðurnar virðast þó komnar býsna langt miðað við heimildarmenn Stöðvar 2 úr þingliði flokkana tveggja. Jafnvel er fullyrt að svo mikil vinna sé að baki að það náist að ljúka textavinnu stjórnarsáttmála í kvöld. Sú vinna hafi farið í frágang uppúr miðjum degi og sé á lokastigi. Jafnhliða hafi byrjað viðræður milli forystumanna um skiptingu ráðuneyta - sem er lokastig viðræðnanna. Ekki hefur fengist fullnægjandi staðfesting á þessu en heimildarmenn úr þingflokkunum sem fylgst hafa með viðræðunum úr fjarlægð telja það jafnvel mögulegt að stjórnarmyndunarviðræðunum ljúki í kvöld. Verði þá ekkert að vanbúnaði kalla þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks saman á morgun til þess að bera stjórnarsáttmála og ráðuneytaskiptingu undir þá. Eftir því sem næst verður komist er stefnt að því að formenn flokkana hitti þingmenn í þingflokkunum á einstaklingsfundum þegar stjórnarsáttmáli og ráðuneytaskipting liggur fyrir. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar virðast vera á lokastigi. Formenn flokkanna héldu því fram í dag að góður skriður væri í viðræðunum. Þingmenn sem fréttastofa ræddi við telja ekki ólíklegt að stjórnarsáttmáli og ráðuneytaskipting verði borin undir þingflokkana á morgun. Formenn flokkana tveggja hófu fundarsetuna á Þingvöllum um hádegisbil í dag en í gær var setið fram á kvöld. Ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingar og Geir H Haarde, forsætisráðjherra voru á fundunum Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Agúst Ólafur Ágústsson - og framkvæmdastjórar flokkana- Skúli Helgason, Samfylkingu og Andri Óttarsson, Sjálfstæðisflokki. Formennirnir vörðust allra frétta af gangi viðræðnanna eða frágangi einstakra efnisatriða. Viðræðurnar virðast þó komnar býsna langt miðað við heimildarmenn Stöðvar 2 úr þingliði flokkana tveggja. Jafnvel er fullyrt að svo mikil vinna sé að baki að það náist að ljúka textavinnu stjórnarsáttmála í kvöld. Sú vinna hafi farið í frágang uppúr miðjum degi og sé á lokastigi. Jafnhliða hafi byrjað viðræður milli forystumanna um skiptingu ráðuneyta - sem er lokastig viðræðnanna. Ekki hefur fengist fullnægjandi staðfesting á þessu en heimildarmenn úr þingflokkunum sem fylgst hafa með viðræðunum úr fjarlægð telja það jafnvel mögulegt að stjórnarmyndunarviðræðunum ljúki í kvöld. Verði þá ekkert að vanbúnaði kalla þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks saman á morgun til þess að bera stjórnarsáttmála og ráðuneytaskiptingu undir þá. Eftir því sem næst verður komist er stefnt að því að formenn flokkana hitti þingmenn í þingflokkunum á einstaklingsfundum þegar stjórnarsáttmáli og ráðuneytaskipting liggur fyrir.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira