Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights 23. apríl 2007 14:56 Silja Aðalsteinsdóttir er vel að verðlaununum komin. Fréttablaðið/GVA Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma." Bókmenntir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma."
Bókmenntir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira