Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights 23. apríl 2007 14:56 Silja Aðalsteinsdóttir er vel að verðlaununum komin. Fréttablaðið/GVA Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma." Bókmenntir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma."
Bókmenntir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira