Erlent

Gaf skít í mömmu sína

Óli Tynes skrifar
Skoskur lyfjaskápur ?
Skoskur lyfjaskápur ?

Skoskir læknar björguðu konu sem var að deyja úr bakteríusýkingu með því að gefa henni saur úr dóttur sinni.

Ethel McEwan sem er 83 ára gömul hafði fengið sýkingu sem kallast Clostridium Difficile.

Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph fólst meðferðin í því að breyta saur úr dóttur hennar í fljótandi form og dæla honum með slöngu ofan í maga hennar.

Þessi meðferð kemur jafnvægi á bakteríurnar í maganum og hún bjargaði lífi Ethel. "

Fólk fitjar upp á nefið þegar þú segir því frá þessu," sagði Ethel í viðtali við skoska blaðið Daily Record. "En það er ekki eins og þeir skelli þessu á disk og segi þér að éta það. Þú finnur ekki einusinni neina lykt. Fólk fær blóðgjafir og nýrnaskipti, hver er munurinn?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×