Flutningaskipið Axel steytti á skeri í Hornafjarðarósi þegar það var á leið frá Hornafirði um klukkan átta í morgun.
Þær upplýsingar fengust hjá Hornafjarðarhöfn að skipið sé nú laust af skerinu en erfiðlega hefur gengið að koma aðalvél þess í gang. Þá mun hafa komið lítils háttar leki að skipinu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort skipið verður dregið til hafnar því enn skal reynt að koma vélinni í gang. Varðskip mun vera á leiðinni á staðinn og þá kom Björgunarsveit Hornafjarðar og lóðsbáturinn dælum út í skipið til vonar og vara.
Ellefu manns eru í áhöfn skipsins, skipstjórinn er íslenskur en aðrir í áhöfn Austur-Evrópubúar.