Vísir kom Marel í vanda í Molde Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2007 21:53 Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður Molde. Mynd/Hörður Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti