Enski boltinn

Vitum meira á nýársdag

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir næstu fjóra leiki sinna manna í Manchester United yfir jólavertíðina þá mikilvægustu á leiktíðinni, því að þeim loknum sjái hann hve góða möguleika liðið eigi í titilvörninni. Þá sjái hann einnig hverjir helstu keppinautarnir verði.

United náði góðum úrslitum í gær þegar liðið lagði Liverpool á útivelli og hefur nú náð sex stiga forystu á Chelsea og tíu stiga forystu á Liverpool í toppslagnum. Það er hinsvegar Arsenal sem trjónir enn á toppnum eftir góðan sigur á Chelsea í gær.

"Það er alltaf mjög mikilvægt fyrir mig að við séum við toppinn að lokinni jólatörninni. Ef við verðum við toppinn á nýársdag, segir það mér að við eigum mjög góða möguleika á að vinna deildina og þá vitum við líka hverjir verða helstu keppinautar okkar á lokasprettinum," sagði Ferguson í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×