Öryggismál Dominos til endurskoðunar 24. nóvember 2007 19:49 Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Það var á ellefta tímanum í gærkvöldi sem að fimm eða sex piltar réðust inn á matsölustað Dominos í Spönginni í Grafarvogi. Þeir komust inn um starfsmannainngang og ógnuðu starfsfólki með hníf og byssu. Til ryskinga kom milli starfsmanns og piltanna sem endaði þannig að þeir hlupu aftur út um sömu dyr án þess að hafa neitt með sér. Starfsmanninn sakaði ekki. Talið er að byssan sem þeir voru með hafi annað hvort verið loftbyssa eða leikfangabyssa. Nokkrir viðskiptavinir voru inn á staðnum þegar ungu mennirnir réðust þar inn. Þeir héldu fyrst að um grín væri að ræða þar sem piltanir voru með grímur og var þeim brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að piltunum væri full alvara. Staðurinn var lokaður í nótt og öllu starfsfólkinu boðið áfallahjálp. Engin öryggismyndavél er á staðnum en unnið er að því að koma henni upp. Hrafn Stefánsson rekstarstjóri hjá Dominos segir öryggismál verða skoðuð á næstunni. Einn starfsmannanna náði að þrýsta á neyðarhnapp meðan piltarnir voru inni og var lögreglan fljótlega komin á staðinn. Allir bílar á leið úr hverfinu voru stöðvaðir og leitað í þeim. Þegar lögreglan taldi ljóst að málið var ekki eins alvarlegt eins og þeir töldu í fyrstu var leit hætt í bílunum. Lögreglan hefur einhverjar vísbendingar sem verið er að vinna út frá. Aðeins er vika síðan að piltar á svipuðum aldri réðust vopnaðir inn í verslun í Hlíðunum og rændu þar peningum og tóbaki. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Það var á ellefta tímanum í gærkvöldi sem að fimm eða sex piltar réðust inn á matsölustað Dominos í Spönginni í Grafarvogi. Þeir komust inn um starfsmannainngang og ógnuðu starfsfólki með hníf og byssu. Til ryskinga kom milli starfsmanns og piltanna sem endaði þannig að þeir hlupu aftur út um sömu dyr án þess að hafa neitt með sér. Starfsmanninn sakaði ekki. Talið er að byssan sem þeir voru með hafi annað hvort verið loftbyssa eða leikfangabyssa. Nokkrir viðskiptavinir voru inn á staðnum þegar ungu mennirnir réðust þar inn. Þeir héldu fyrst að um grín væri að ræða þar sem piltanir voru með grímur og var þeim brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að piltunum væri full alvara. Staðurinn var lokaður í nótt og öllu starfsfólkinu boðið áfallahjálp. Engin öryggismyndavél er á staðnum en unnið er að því að koma henni upp. Hrafn Stefánsson rekstarstjóri hjá Dominos segir öryggismál verða skoðuð á næstunni. Einn starfsmannanna náði að þrýsta á neyðarhnapp meðan piltarnir voru inni og var lögreglan fljótlega komin á staðinn. Allir bílar á leið úr hverfinu voru stöðvaðir og leitað í þeim. Þegar lögreglan taldi ljóst að málið var ekki eins alvarlegt eins og þeir töldu í fyrstu var leit hætt í bílunum. Lögreglan hefur einhverjar vísbendingar sem verið er að vinna út frá. Aðeins er vika síðan að piltar á svipuðum aldri réðust vopnaðir inn í verslun í Hlíðunum og rændu þar peningum og tóbaki.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira