Fótbolti

FIFA: Íslenska landsliðið í frjálsu falli

Mynd/Vilhelm

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og þar kemur ekki á óvart að íslenska landsliðið hefur fallið um 11 sæti síðan listinn var gefinn út síðast. Liðið er nú í 97. sæti listans, sem er sama sæti og það vermdi fyrir ári síðan. Heimsmeistarar Ítala eru í toppsætinu, Argentína í öðru, Brasilía í þriðja og Frakkar í fjórða. Nokkrir áhugaverðir hástökkvarar eru á listanum að þessu sinni.

Liechtenstein fer þannig upp um 31 sæti á listanum og er í 131. sæti, Kasakstan fer upp um 27 sæti og er í 116. sæti, Aserar fara upp um 20 sæti og eru í 103. sæti, Írar fara upp um 20 sæti og eru í 31. sæti og frændur þeirra Norður-Írar fara upp um 14 sæti og eru nú í 33. sæti.

Af þeim sem falla mest á lista efstu þjóða detta Finnar niður um 12 sæti og eru í 45. sæti, Austurríkismenn um 12 sæti og eru í 75. sæti, Kýpur um 12 sæti og eru í 80. sæti, Litháar falla um 13 sæti og eru í 89. sæti. Þá fellur íslenska liðið einnig um 11 sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×