Dæmdur fyrir að stinga mann í handlegginn 18. apríl 2007 10:41 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli. Til deilna kom milli manna vegna áfengis og sótti ákærði hníf inn í eldhús. Vildi sá sem fyrir árásinni varð stöðva hann og sneri hann niður en þá fékk hann hnífinn í handlegginn þannig að sauma þurfti alls tíu spor. Dómurinn telur ekki sannað hver hafi haldið um hnífinn þegar hann stakkst í manninn og sömuleiðis er talið ósannað að fyrir ákærða hafi beinlínis vakað að valda tjóni með háttsemi sinni. Hins vegar telur dómurinn að manninum hljóti að hafa verið ljóst að með því að halda hnífi í brjósthæð í sömu andrá og stefndi í átök væri langlíklegast að tjón hlytist af. Var hann því sakfelldur í málinu. Með árásinni rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá þótti rétt að líta til þess að afleiðingar verknaðarins voru ekki alvarlegar en dómurinn sagði þó að ekki yrði fram hjá því litið að hending ein virtist hafa ráðið að ekki fór verr. Var hann því dæmdur til þriggja mánaða fangelsis sem skilorðsbundið er til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli. Til deilna kom milli manna vegna áfengis og sótti ákærði hníf inn í eldhús. Vildi sá sem fyrir árásinni varð stöðva hann og sneri hann niður en þá fékk hann hnífinn í handlegginn þannig að sauma þurfti alls tíu spor. Dómurinn telur ekki sannað hver hafi haldið um hnífinn þegar hann stakkst í manninn og sömuleiðis er talið ósannað að fyrir ákærða hafi beinlínis vakað að valda tjóni með háttsemi sinni. Hins vegar telur dómurinn að manninum hljóti að hafa verið ljóst að með því að halda hnífi í brjósthæð í sömu andrá og stefndi í átök væri langlíklegast að tjón hlytist af. Var hann því sakfelldur í málinu. Með árásinni rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá þótti rétt að líta til þess að afleiðingar verknaðarins voru ekki alvarlegar en dómurinn sagði þó að ekki yrði fram hjá því litið að hending ein virtist hafa ráðið að ekki fór verr. Var hann því dæmdur til þriggja mánaða fangelsis sem skilorðsbundið er til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira