Norska ríkið braut gegn börnum Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 19:00 Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira