Norska ríkið braut gegn börnum Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 19:00 Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira