Breiðavík eftir harmleikinn 12. febrúar 2007 10:00 Guðný Halldórsdóttir Vann í Breiðavík og byggir nýja mynd sína á þeirri reynslu. „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Guðný vinnur að myndinni Veðramót, sem fjallar um börn og starfsmenn á ótilteknu betrunarheimili úti á landi um miðjan 8. áratuginn. Handritið byggir Guðný lauslega á reynslu sinni þegar hún vann í Breiðavík um miðjan 8. áratuginn, eftir að harmleikurinn sem nú er í umræðunni átti sér stað. Guðný segir að á þessum tíma hafi verið gerð bylting í rekstri betrunarheimila og hann færður til nútímahorfs. „Við fórum til Breiðavíkur, nokkrir ungir og hressir hippar. Það hafði greinilega eitthvað gerst þar, var skítalykt af því máli en við vissum aldrei almennilega hvað hafði gerst. Sumir drengjanna sem voru þarna áður og höfðu sætt ofbeldi voru áfram hjá okkur og sögðu okkur undan og ofan af því hvað hafði gerst. Aðrir drengir sem höfðu sætt ofbeldi í Breiðavík heimsóttu staðinn á sumrin og sögðu okkur hluta af því sem hafði gerst." Guðný segir að sú regla sem höfð var á þegar hún vann í Breiðavík var að koma fram við unglingana eins og jafningja í staðinn fyrir að beita þá harðræði. „Þetta voru börn sem höfðu gengið í gegnum ýmislegt, í flestum tilfellum var ástandið áskapað og ekki þeim að kenna. Fyrir þá sem voru þarna áfram tók veröldin stakkaskiptum og sumir hafa lýst því að þetta hafi verið yndislegustu tímar á ævi þeirra." Á þeim tíma sem Guðný var í Breiðavík var tekin upp sú nýbreytni að stúlkur voru einnig sendar á betrunarheimilið. „Stúlkurnar sem voru sendar á heimilið höfðu flestar orðið fyrir sifjaspellum. Þær voru sendar í hálfgerða fangavist út á land á meðan pabbar þeirra og afar sem höfðu misnotað þær héldu áfram uppteknum hætti í bænum. Það er ýmislegt sem á eftir að koma í ljós í þessu máli." Tökum á Veðramótum lauk á fimmtudag og nú tekur eftirvinnslan við. Guðný býst við að myndin verði frumsýnd í ágúst í sumar og vonar að hún verði gott innlegg í þarfa umræðu um ofbeldi gegn börnum. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Guðný vinnur að myndinni Veðramót, sem fjallar um börn og starfsmenn á ótilteknu betrunarheimili úti á landi um miðjan 8. áratuginn. Handritið byggir Guðný lauslega á reynslu sinni þegar hún vann í Breiðavík um miðjan 8. áratuginn, eftir að harmleikurinn sem nú er í umræðunni átti sér stað. Guðný segir að á þessum tíma hafi verið gerð bylting í rekstri betrunarheimila og hann færður til nútímahorfs. „Við fórum til Breiðavíkur, nokkrir ungir og hressir hippar. Það hafði greinilega eitthvað gerst þar, var skítalykt af því máli en við vissum aldrei almennilega hvað hafði gerst. Sumir drengjanna sem voru þarna áður og höfðu sætt ofbeldi voru áfram hjá okkur og sögðu okkur undan og ofan af því hvað hafði gerst. Aðrir drengir sem höfðu sætt ofbeldi í Breiðavík heimsóttu staðinn á sumrin og sögðu okkur hluta af því sem hafði gerst." Guðný segir að sú regla sem höfð var á þegar hún vann í Breiðavík var að koma fram við unglingana eins og jafningja í staðinn fyrir að beita þá harðræði. „Þetta voru börn sem höfðu gengið í gegnum ýmislegt, í flestum tilfellum var ástandið áskapað og ekki þeim að kenna. Fyrir þá sem voru þarna áfram tók veröldin stakkaskiptum og sumir hafa lýst því að þetta hafi verið yndislegustu tímar á ævi þeirra." Á þeim tíma sem Guðný var í Breiðavík var tekin upp sú nýbreytni að stúlkur voru einnig sendar á betrunarheimilið. „Stúlkurnar sem voru sendar á heimilið höfðu flestar orðið fyrir sifjaspellum. Þær voru sendar í hálfgerða fangavist út á land á meðan pabbar þeirra og afar sem höfðu misnotað þær héldu áfram uppteknum hætti í bænum. Það er ýmislegt sem á eftir að koma í ljós í þessu máli." Tökum á Veðramótum lauk á fimmtudag og nú tekur eftirvinnslan við. Guðný býst við að myndin verði frumsýnd í ágúst í sumar og vonar að hún verði gott innlegg í þarfa umræðu um ofbeldi gegn börnum.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira