Ódýrara að hringja Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:12 Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Tilskipunin var undirrituð á miðvikudaginn og hún tók gildi í dag. Símafyrirtækin evrópsku geta nú aðeins innheimt að hámarki jafnvirði rúmlega fjörutíu krónua á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar íbúar ESB nota farsíma í öðru sambandsríki og og jafnvirði tuttugu króna á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar tekið er við símtali frá öðru ESB landi. Málið fékk skjóta afgreiðslu á mælikvarða ESB en Framkvæmdastjórnin lagði það fram fyrir tæpu ári. Eftir eitt og hálft ár verður farið yfir áhrift tilskipunarinnar og kannað hvort setja eigi einnig hámarksverð á smáskilaboð. Evrópskir farsímanotendur eru að vonum ánægðir. Einn pólskur námsmaður í Berlín í Þýskalandi segist hafa komið til borgarinnar fyrir 3 árum. Hann hafi tekið með sér farsímann sinn frá Póllandi þar sem hann hafi þurft að bíða í mánuð eftir þýskum farsíma. Á meðan hafi hann notað símann sinn til að hringja í ættingja. síðan hafi hann fengið reikning upp á jafnvirði rúmlega fimmtíu þúsund króna. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir tilskipunina koma til með að hafa áhrif hér. Óvíst sé þó hve lækkunin verði mikil. Hún verði minni í Norðvestur Evrópu en til að mynda í Suður- og Austur-Evrópu þar sem gjöldin hafi verið mjög há. Hann segir símafyrirtækin íslensku taka breytingunni fagnandi því sökum þess hve íslenski markaðurinn sé lítill hafi þeim reynst erfitt að semja um hagstæð kjör við erlend fyrirtæki. Hrafnkell segir þó óvíst hvenær tilskipunin taki gildi hér. Málið eigi eftir að fara í formlegan farveg EES-samningsins. Hrafnkell segir að þetta nái ekki að taka gildi fyrir lok sumafría en vonandi fyrir lok árs. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Tilskipunin var undirrituð á miðvikudaginn og hún tók gildi í dag. Símafyrirtækin evrópsku geta nú aðeins innheimt að hámarki jafnvirði rúmlega fjörutíu krónua á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar íbúar ESB nota farsíma í öðru sambandsríki og og jafnvirði tuttugu króna á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar tekið er við símtali frá öðru ESB landi. Málið fékk skjóta afgreiðslu á mælikvarða ESB en Framkvæmdastjórnin lagði það fram fyrir tæpu ári. Eftir eitt og hálft ár verður farið yfir áhrift tilskipunarinnar og kannað hvort setja eigi einnig hámarksverð á smáskilaboð. Evrópskir farsímanotendur eru að vonum ánægðir. Einn pólskur námsmaður í Berlín í Þýskalandi segist hafa komið til borgarinnar fyrir 3 árum. Hann hafi tekið með sér farsímann sinn frá Póllandi þar sem hann hafi þurft að bíða í mánuð eftir þýskum farsíma. Á meðan hafi hann notað símann sinn til að hringja í ættingja. síðan hafi hann fengið reikning upp á jafnvirði rúmlega fimmtíu þúsund króna. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir tilskipunina koma til með að hafa áhrif hér. Óvíst sé þó hve lækkunin verði mikil. Hún verði minni í Norðvestur Evrópu en til að mynda í Suður- og Austur-Evrópu þar sem gjöldin hafi verið mjög há. Hann segir símafyrirtækin íslensku taka breytingunni fagnandi því sökum þess hve íslenski markaðurinn sé lítill hafi þeim reynst erfitt að semja um hagstæð kjör við erlend fyrirtæki. Hrafnkell segir þó óvíst hvenær tilskipunin taki gildi hér. Málið eigi eftir að fara í formlegan farveg EES-samningsins. Hrafnkell segir að þetta nái ekki að taka gildi fyrir lok sumafría en vonandi fyrir lok árs.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira