Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar 18. febrúar 2007 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag. Ólafur segist ánægður með störf stjórnarskrárnefndar. Stjórnarskrám eigi ekki að breyta eftir hendinni. Þær feli í sér grundvallarreglur og þar eigi að ríkja stöðugleiki. Hann segir þá þætti í stjórnarskránni sem snúi að stjórnskipun og valdastofnunum hafi staðist vel tímans tönn. Mannréttindaákvæði þurfi að endurnýja eins og hafi verið gert. Hann segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun að neita að staðfesta fjölmiðlalögin á sínum tíma og atburðarrásins síðar hafi sýnt fram á það. Meginrök þeirra sem vildu setja lögin hafi verið að fyrirtækjasamstaeypa vildi tröllríða öllum fjölmiðlamarkaði. Þessi sama samsteypa hafi síðar gefist upp á nýju fréttastöðinni og tímaritaútgáfu og fleiru af því fólkið í landinu hafi ekki viljað hlusta eða horfa. Fjölmiðlarnir séu fjórða meginstoðin í lýðræðissamfélagi, og frumvarpið hafi átt að hneppa þá í fjötra. Þess vegna hafi hann vísað málinu til þjóðarinnar. Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag. Ólafur segist ánægður með störf stjórnarskrárnefndar. Stjórnarskrám eigi ekki að breyta eftir hendinni. Þær feli í sér grundvallarreglur og þar eigi að ríkja stöðugleiki. Hann segir þá þætti í stjórnarskránni sem snúi að stjórnskipun og valdastofnunum hafi staðist vel tímans tönn. Mannréttindaákvæði þurfi að endurnýja eins og hafi verið gert. Hann segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun að neita að staðfesta fjölmiðlalögin á sínum tíma og atburðarrásins síðar hafi sýnt fram á það. Meginrök þeirra sem vildu setja lögin hafi verið að fyrirtækjasamstaeypa vildi tröllríða öllum fjölmiðlamarkaði. Þessi sama samsteypa hafi síðar gefist upp á nýju fréttastöðinni og tímaritaútgáfu og fleiru af því fólkið í landinu hafi ekki viljað hlusta eða horfa. Fjölmiðlarnir séu fjórða meginstoðin í lýðræðissamfélagi, og frumvarpið hafi átt að hneppa þá í fjötra. Þess vegna hafi hann vísað málinu til þjóðarinnar.
Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira