Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. júlí 2007 18:56 Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu. Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu.
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira